Terms

Deutsche-Version: Siehe hier unten.

Viðskiptavinir sem nýta sér þjónustu BB ehf. samþykkja skilmála þessa og eru bundnir þeim.

I. Skilgreiningar

BB ehf. undir vörumerkinu BBGO er hér eftir nefnd „Ferðaskrifstofa“.

Ferðamaður sem ferðast í ferð á vegum ferðaskrifstofu eða umboðsmaður hans er hér eftir nefndur „Viðskiptavinur“.

II. Ábyrgð ferðaskrifstofu

1. Ferðaskrifstofu ber að veita þá þjónustu sem hún hefur tekið að sér á eðlilegan hátt samkvæmt því sem samið er um hverju sinni.

2. Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á eigum viðskiptavinar meðan á ferð stendur.

3. Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á slysum eða tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir í tengslum við ferð sem viðskiptavinur sækir.

4. Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á tjóni sem hlýst ef hegðun eða framkomu viðskiptavinar sem eru með þeim hætti að ekki er unnt að uppfylla þá þjónustu sem ferðaskrifstofan hefur tekið að sér.

5. Ferðaskrifstofa ber einungis skaðabótaábyrgð á beinu tjóni viðskiptavinar samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis ferðaskrifstofunnar eða starfsmanna hennar, með þeim undantekningum sem fram koma í skilmálum þessum.

6. Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur veldur þriðja aðila.

III. Fjöldatakmarkanir og niðurfelling á ferðum

1. Ferðaskrifstofa áskilur sér rétt til að fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki. Samið er sérstaklega um hana hverju sinni. Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á því tjóni sem það kann að valda viðskiptavinum.

2. Ferðaskrifstofa áskilur sér rétt til að fella niður ferð eða hluta úr ferð og/eða breyta tímasetningu ferðar vegna aðstæðna sem ferðaskrifstofa ræður ekki við eða getur ekki séð fyrir, t.d. vegna stríðs, verkfalla, hryðjuverka, náttúruhamfara, óveðurs o.fl.

IV. Flug

1. Viðskiptavini er bent á að kynna sér ferðaskilmála þeirra flugfélaga sem ferðast er með. Má þar nefna upplýsingar um leyfilegan farangur í flugi.

2. Ferðaskrifstofa ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna breytingum á brottfarar- og komutímum flugvéla.

3. Ferðaskrifstofa ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í flugi. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef farangur tapast eða ef hann berst viðskiptavini seint.

4. Til að unnt sé að ganga frá flugmiðum ber viðskiptavini að láta ferðaskrifstofu í té lista með fullum nöfnum viðskiptavina eins og þau koma fram í vegabréfi viðskiptavina. Nafnalistinn skal liggja fyrir á þeim tíma sem samið er um hverju sinni.

V. Gisting og farangur

1. Gistilýsingar byggjast að hluta á upplýsingum frá stjórn gististaða og að hluta á mati starfsfólks ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstofa ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki til staðar sökum bilana eða endurnýjunar, t.d. ef heitur pottur er lokaður vegna hreinsunar.

2. Í einstaka tilvikum eiga gististaðir til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Gististaðir eru þá skyldugir til að útvega þeim viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegan eða betri gististað. Þar sem ferðaskrifstofan er umboðsaðili ber hún ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða en aðstoðar viðskiptavini að sjálfsögðu eftir bestu getu.

3. Ferðaskrifstofa ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri á gististöðum og í farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum nema unnt sé að rekja skemmdirnar til ásetning eða stórfellds gáleysis rekstraraðila eða starfsmanna hans.

VI. Tryggingar

1. Ferðaskrifstofa býður viðskiptavinum ekki upp á sérstaka forfallatryggingu. Ferðaskrifstofa ráðleggur sínum viðskiptavinum að verða sér út um forfallatryggingu hjá tryggingafélagi.

2. Ferðaskrifstofn ráðleggur sínum viðskiptavinum að hafa gilda ferðaslysatryggingu og ferðasjúkratryggingu hjá tryggingafélagi.

3. Ferðaskrifstofa er löggild ferðaskrifstofa og ber tryggingar gagnvart viðskiptavinum sínum eins og lög gera ráð fyrir um.

VII. Verð og greiðslur

1. Auglýst verð innihalda öll gjöld og skatta nema annað sé sérstaklega tekið fram.

2. Viðskiptavini ber að greiða umsamið staðfestingargjald á þeim tíma sem um er samið hverju sinni. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt. Eftir að bókun er gerð og staðfestingargjald greitt er bókun bindandi og gilda þá skilmálar um afbókanir.

3. Verðupplýsingar á vefsvæði okkar og hjá starfsfólki eru rétt verð með þeirri undantekningu að verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi við það. Þetta gildir nema um annað sé samið við viðskiptavin.

4. Ferðaskrifstofa áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Ferðaskrifstofa áskilur sér fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum, enda er allt efni birt með fyrirvara um villur.

VIII. Endurgreiðslur og afbókanir

1. Ef viðskiptavinur afpantar ferð þá getur ferðaskrifstofan haldið eftir hluta af heildarupphæð ferðar. Samið er sérstaklega um það hverju sinni hversu háan hluta af heildarupphæð ferðar ferðaskrifstofu ber að endurgreiða viðskiptavini sem afpantar ferð.

2. Ef viðskiptavinur mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.

3. Ef ferðaskrifstofa ákveður að fella niður ferð er viðskiptavinum boðin endurgreiðsla. Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofa getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofa enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofu heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. Sé ferð aflýst áður en hún hefst, á viðskiptavinur rétt á að fá fulla endurgreiðslu.

4. Viðskiptavinur getur ekki krafist endurgreiðslu á gjaldi ferðar ef hluti ferðar er ekki haldinn eða tímasetningu breytt vegna aðstæðna sem rekstraraðili ræður ekki við eða getur ekki séð fyrir, t.d. vegna stríðs, verkfalla, hryðjuverka, náttúruhamfara, óveðurs o.fl.

IX. Nýting upplýsinga frá viðskiptavin

1. Viðskiptavinur veitir ferðaskrifstofu heimild til þess að nýta þær upplýsingar/fyrirspurnir sem hann sendir án nokkurs endurgjalds enda sé skráning og/eða notkun þeirra eðlilegur þáttur í starfsemi ferðaskrifstofunnar.

2. Ferðaskrifstofu ber að fara eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga við nýtingu og vinnslu upplýsinga frá viðskiptavini.

X. Upplýsingar á vefsetri – takmörkun ábyrgðar

1. Ferðaskrifstofa getur á hverjum tíma breytt efni því og upplýsingum sem fram koma á vefsetri ferðaskrifstofu (www.bbgo.is) án nokkurs fyrirvara. Ferðaskrifstofa ber ekki ábyrgð á hugsanlegu tjóni sem notandi kann að verða fyrir vegna þessa.

2. Ferðaskrifstofa beinir því til notanda að sannreyna þær upplýsingar sem fram koma á vefsetri á hverjum tíma hafi hann í hyggju að nýta þær með einhverjum hætti þar sem í upplýsingum kunna að leynast villur eða þær orðnar úreltar, þrátt fyrir að rekstraraðili leitist að sjálfsögðu við að hafa allar upplýsingar ávallt réttar og tæmandi.

3. Öll notkun efnis og upplýsinga af vefsetri ferðaskrifstofu er ávallt alfarið á ábyrgð viðskiptavinar og ber ferðaskrifstofa ekki bótaábyrgð á því tjóni sem kann að verða vegna notkunar t.d. vegna þess að upplýsingar hafi reynst rangar og/eða ekki tæmandi um efni eða jafnvel að viðskiptavinur hafi ekki getað nýtt sér aðgang að vefsetri.

4. Ferðaskrifstofa ber jafnframt ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna vanþekkingar notanda, misskilnings, misnotkunar á vefnum eða vegna þess að tölvubúnaðar viðskiptavinar virkar ekki sem skyldi.

XI. Annað

1. Ferðaskrifstofa áskilur sér rétt á að vísa fólki úr skipulögðum ferðum ef viðkomandi telst ekki ferðafær vegna óhóflegrar áfengis- og/eða lyfjaneyslu eða vegna annarra ástæðna sem hafa veruleg neikvæð áhrif á ferð.

XII. Lögsaga

1. Um vef þennan (www.bbgo.is) og ferðir ferðaskrifstofu gilda íslensk lög. Ferðaskrifstofa ábyrgist þannig ekki notkun vefjarins eða ferðir utan íslenskrar lögsögu. Rísi mál út af skilmálum þessum, vefnum eða ferðum skal reka þau fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Deutshe Übersetzung von dem AGBs.

Die Kunden der Firma BB ehf. erkennen diese Geschäftsbedingungen an und sind an diese gebunden.

I. Definitionen

BB ehf. unter dem Warenzeichen BBGO wird nachstehend unter „Reisebüro“ angeführt.

Reisende unter dem Betrieb des Reisebüros bzw. dessen Vertreter werden nachstehend unter „Kunde“ angeführt.

II. Verantwortung des Reisebüros

 1. Das Reisebüro ist gehalten, die jeweils übernommenen Dienste vertragsgemäß auf normale Weise zu leisten.
 2. Das Reisebüro übernimmt keine Haftung für Gegenstände im Besitz des Kunden während der Reise.
 3. Das Reisebüro übernimmt keine Haftung für Unfälle bzw. Schäden, welche der Kunde in Verbindung mit der Reise mit dem Reisebüro erleidet.
 4. Das Reisebüro übernimmt keine Haftung für Schäden infolge des Auftretens bzw. Benehmens des Kunden, wenn solches die übernommene Dienstleistung der Reise durch das Reisebüro vereitelt.
 5. Das Reisebüro haftet lediglich für direkte Schäden des Kunden gemäß den allgemeinen Richtlinien für Schadenersatz aufgrund von Vorsatz oder grober Nachlässigkeit des Reisebüros bzw. dessen Angestellten mit den hier angeführten Ausnahmen.
 6. Das Reisebüro haftet für keine Schäden, welche der Kunde Dritten verursacht.

 III. Zahlenmäßige Einschränkungen und Stornierung von Reisen

 1. Das Reisebüro behält sich die Stornierung von Reisen vor, wenn eine Mindestzahl von Teilnehmern nicht erreicht wurde.  Eine solche wird jeweils ausdrücklich vereinbart.  Das Reisebüro haftet nicht für Schäden, welche der Kunde ggf. dadurch erleidet.
 2. Das Reisebüro behält sich vor, Reisen ganz oder teilweise zu streichen bzw. Termine zu ändern im Falle von Umständen, die als Force majeure zu bezeichnen sind, z. B. Krieg, Streiks, Terroraktionen, Naturkatastrophen, Unwetter u. dgl.

IV. Flüge

 1. Dem Kunden wird empfohlen, sich über die Reisebedingungen der Fluggesellschaften zu informieren, mit denen er reist, so z. B. über zulässiges Gepäck.
 2. Das Reisebüro haftet nicht für Änderungen im Flug, Ankunfts- oder Abflugszeiten von Flügen, noch ist dieses für solche schadenersatzpflichtig.
 3. Das Reisebüro haftet weder für Schäden am Gepäck des Kunden während des Fluges, noch für Verlust oder Verspätung der Auslieferung des Gepäcks an den Kunden.
 4. Um dem Reisebüro die Ausstellung der Flugpapiere zu er-möglichen, ist der Kunde gehalten, dem Reisebüro die voll-ständige Liste von Namen der Kunden in Übereinstimmung mit den Reisepässen zu überlassen.  Diese müssen dem Reisebüro zum jeweils vereinbarten Termin vorliegen.

V. Übernachtung und Gepäck

 1. Die Übernachtungsbeschreibungen beruhen teilweise auf In-formationen der Gastwirtsbetriebe, teilweise Erkundung der Angestellten des Reisebüros.  Das Reisebüro haftet nicht für vorübergehende Störungen der Unterbringung oder Dienst-leistung wegen Reparaturen oder Erneuerung, z. B. wenn eine warme Sitzwanne (Whirlpool) wegen Säuberung vorübergehend außer Betrieb ist.
 2. In einzelnen Fällen kommt es vor, dass Gastwirtsbetriebe die Übernachtungsgelegenheiten überbuchen, um Absagen von Be-stellungen zu kompensieren.  In solchen Fällen ist der Betrieb gehalten, dem Kunden des Reisebüros eine gleichwer—tige oder bessere Übernachtungsmöglichkeit zu verschaffen.  Da das Reisebüro hier nur als Agent handelt, kann es nicht für Überbuchungen der Gastwirtsbetriebe haften, ist seinen Kunden jedoch selbstverständlich nach bestem Vermögen behilflich.
 3. Das Reisebüro haftet nicht für allfällige Schäden am Gepäck des Kunden bei Übernachtungen oder bei Transport in Fahrzeugen, z. B. Omnibussen, solange der Schaden nicht auf Vorsatz oder grobe Nachlässigkeit des Betriebes bzw. dessen Angestellten zurückgeführt werden kann.

VI. Versicherungen

 1. Das Reisebüro bietet seinen Kunden keine Versicherung gegen Versagen an, sondern empfiehlt ihnen, eine solche bei einer Versicherungsgesellschaft zu zeichnen.
 2. Das Reisebüro empfiehlt seinen Kunden, im Besitz einer gültigen Reiseunfallversicherung und Reisekrankheitsversi-cherung zu sein.
 3. Das Reisebüro ist ein amtlich zugelassenes Reisebüro und unterhält die jeweils gesetzlich vorgeschriebenen Versiche-rungen gegenüber seinen Kunden.

VII. Preise und Zahlungen

 1. Die jeweils veröffentlichten Preise enthalten alle Abgaben und Steuern, soweit Anderes nicht besonders angeführt wird.
 2. Der Kunde ist gehalten, den jeweils vereinbarten Bestäti-gungsbetrag zum vereinbarten Termin zu entrichten.  Dieser kann ggf. nicht rückerstattet werden.  Nach eingetragener Buchung und entrichtetem Bestätigungsbetrag ist diese bindend, und ggf. gelten dann die Stornierungsbestimmungen.
 3. Die auf unserer Webseite und von unserem Personal angeführten Preise sind als endgültig anzusehen mit der Ausnahme, dass das Reisebüro sich im Falle von plötzlichen und erheblichen Schwankungen von Umrechnungskursen eine entsprechende Korrektur der Preise vorbehält, soweit nicht anderes ausdrücklich mit dem Kunden vereinbart wurde.
 4. Das Reisebüro behält sich das Recht zur Korrektur von Reise-preisangaben im Falle von Druckfehlern im Text, Bildern oder wegen technischen Versagens vor.  Alle Veröffentlichungen unterliegen dem Vorbehalt von Fehlerkorrekturen.

VIII. Rückerstattung und Stornierung

 1. Bei Abbestellung des Kunden behält das Reisebüro sich vor, einen Teil des gesamten Reisebetrages einzubehalten.  Es wird jeweils vereinbart, welchen Teil des gesamten Reisebetrages das Reisebüro sich vorbehält, einzubehalten.
 2. Erscheint der Kunde nicht rechtzeitig zur Abfahrt einer Reise wegen Mangels an gültigen Reisepapieren (Pass, Visum, Impfzeugnis u. a.), steht ihm kein Anspruch auf Rück-erstattung des Reisebetrages zu.
 3. Beschließt das Reisebüro, eine Reise zu streichen, wird dem Kunden eine Rückerstattung angeboten.  In Fällen, wo es sich um Force majeure, unvorhergesehenen Lauf der Dinge handelt und es dem Reisebüro unmöglich ist, diesen noch dessen Folgen zu beeinflussen, fällt keine Haftung auf das Reisebüro.  In solchen Fällen steht es dem Reisebüro anheim, die Reise zu ändern oder völlig zu streichen.  Wird die Reise bereits vor Beginn gestrichen, hat der Kunde Anspruch auf die volle Rückerstattung der Reise.
 4. Dem Kunden steht kein Anspruch auf Rückerstattung der Reise zu, wenn sie oder Zeitangaben derselben teilweise geändert werden müssen wegen unvorhergeseher Umstände oder Force majeure, z. B. Krieg, Streik, Terroraktionen, Naturkatastrophen, Unwetter u. dgl.

IX. Nutzung von Information des Kunden

 1. Der Kunde ermächtigt das Reisebüro zur unentgeltlichen Nutzung von Information/Anfragen seinerseits, soweit diese Registrierung bzw. Nutzung ein integrierender Teil des regelrechten Betriebes des Reisebüros ist.
 2. Das Reisebüro ist gehalten, sich bei der Anwendung von persönlichen Angaben des Kunden an die gesetzlichen Vorschriften über persönlichen Datenschutz zu halten.

X. Information auf der Webpage – beschränkte Haftung

 1. Dem Reisebüro steht anheim, den Inhalt bzw. Information auf seiner Webpage (www.bbgo.is) ohne Vorwarnung zu ändern.  Für Schäden, welche der Benutzer ggf. deswegen erleidet, haftet das Reisebüro nicht.
 2. Das Reisebüro regt an, dass der Benutzer der jeweils auf der Webpage erscheinenden Angaben diese vor einer allfälligen Verwendung auf ihre Zuverlässigkeit prüft, da sich immer Fehler einschleichen oder Angaben überholt sein können, obwohl der Betrieb selbstverständlich bestrebt ist, diese laufend als richtig und erschöpfend zu halten.
 3. Das Risiko jeder Verwendung von Inhalt oder Angaben auf der Webpage des Reisebüros fällt stets auf den Kunden.  Das Reisebüro haftet in keiner Weise für derartige Schäden, z. B. wegen falscher oder inhaltlich unvollständiger Angaben  oder wenn der Kunde nicht in der Lage ist, eine Verbindung mit der Webpage herzustellen.
 4. Weiters haftet das Reisebüro nicht für Schäden, welche der Kunde wegen Unkenntnis, Missverständnis, Missbrauch des Benutzers oder technischen Versagens seiner elektronischen Einrichtungen erleidet.

XI. Anderes

 1. Das Reisebüro behält sich vor, Teilnehmer an organisierten Reisen von der Teilnahme auszuschließen, wenn diese sich wegen unmäßigen Genusses von Alkohol, Medikamenten oder anders wesentlich störenden Verhaltens während der Reise sich als unfähig erweisen, an der Reise teilzunehmen.

 XII. Gerichtsbarkeit

 1. Die Webpage (www.bbgo.is) sowie die veranstalteten Reisen des Reisebüros unterliegen der isländischen Gesetzgebung.  Daraus erfolgt, dass das Reisebüro bei Gebrauch der Webpage sowie bei Reisen außerhalb der isländischen Rechtshoheit nicht haftbar ist.  Bei Rechtsstreiten aufgrund dieser Geschäftsbedingungen ist das Bezirksgericht Reykjavík anzurufen.
 2. Dieser Text ist auf Isländisch und auf Deutsch. Der Isländische ist massgebend.